Reykjavik
18 Mar, Monday
5° C
TOP

MYNDBAND: Elisabeth Taylor málar sig

Elisabeth Taylor var meðal ástsælustu leikvenna síðustu aldar. Hún var jafnframt BFF með Michael Jackson og mikill skartgripasafnari.

Elisabeth var yfirleitt mikið máluð í kringum augun sem voru sögð fjólublá, svo mikil var dýpt bláa litarins.

Hún átti marga eiginmenn sem hún hikaði ekki við að skilja við ef svo bar undir en Richard Burton skildi hún tvisvar sinnum við (1964-1974 og 1975-1976). Stormasamt samband. Alls skildi hún átta sinnum við sjö menn. Hér má sjá drottninguna mála sig fyrir framan spegil og taka nokkrar svip-pósur.

Klárlega dama sem var gefin fyrir drama. Flott!

Margrét byrjaði að blogga árið 2002 og hefur verið óstöðvandi á þessu sviði allar götur síðan. Hún hefur að mestu starfað við fjölmiðla frá tvítugsaldri og þá einna helst við ritstjórn og blaðamennsku, en einnig útvarp og sjónvarp. Hún flutti til London sautján ára og komst til manns í Kaupmannahöfn þar sem hún lærði m.a. margmiðlun og myndlist. Margrét býr ásamt einkadóttur sinni á Seltjarnarnesi, elskar ferðalög, veitingahús, veislur og vini sína enda krabbi, með tungl í ljóni og rísandi vog.