Ekkja leikarans Patrick Swayze, Lisa Niemi, gifti sig síðastliðna helgi á Palm Beach.
Hinn heppni er skartgripasali að nafni Albert DePrisco, en þau trúlofuðu sig síðastliðin jól.
Niemi og Patrick Swayze voru búin að vera gift í 34 ár þegar hann lést úr krabbameini árið 2009 en þau voru lengi talin með flottustu pörum borgarinnar, enda ekki alltaf sem ástin endist lengi þar í borg.
Hann var 18 og hún 15 ára þegar þau kynntust.
Patrick Swayze varð meðal annars heimsþekktur fyrir leik sinn í Dirty Dancing og Ghost en hann lék yfirleitt mikla töffara eða einstaklega rómantíska menn.
Árið 1991 var hann m.a. valin kynþokkafyllsti karlmaður heims.
Parið eignaðist aldrei börn.
Garðar Örn Hinriksson fæddist sama ár og Jim Morrison og Louis Armstrong hurfu yfir móðuna miklu og getið nú. Garðar er ókrýndur slúðurkóngur Íslands en í rúm fjögur ár slúðraði hann eins og engin væri morgundagurinn á Gossip. Garðar kann þó fleira fyrir sér en að slúðra en hann er útskrifaður leiðsögumaður frá Ferðamálaskóla Íslands og giftur tveggja barna faðir sem stefnir á barn númer þrjú. Hann rekur einnig vefinn enskiboltinn.is og hefur starfað sem knattspyrnudómari í efstu deildum Íslands í rúm 20 ár. Töff? Já.