Þegar þú heldur veislu, þá er mun skemmtilegra að spjalla við gestina en að hlaupa um allt, hella í glös og sjá til þess að fólki hafi eitthvað að narta í.
Þá ert þú orðinn þjónn í eigin veislu og það er ekki alveg málið ef til stendur að skemmta sér.
Vinkonurnar Eva Rós Gústavsdóttir og Sylvía N. Sigurðardóttir eru báðar þaulreyndar í þjónustustörfum.
Þær hafa unnið á veitingastöðum og sem barþjónar frá því löngu áður en þær máttu sjálfar kaupa sér eitthvað á barnum en nú hafa þær slegið saman í lítið þjónustuapparat sem kallar sig Veisluþjóna:
“Hugmyndin kom þegar við vorum beðnar um að þjóna í fermingarveislu. Samstarfið gekk svo vel að við gátum ekki annað en haldið því áfram. Þá kom upp sú hugmynd að opna Facebook síðu þar sem fólk gæti haft beint samband við okkur og fengið upplýsingar um verð og þjónustu sem við bjóðum upp á.”
Ásamt því að taka að sér að þjóna í veislum, bjóða þær einnig uppá aðstoð við framkvæmd veislunnar og undirbúning. Þær hafa líka vana þjóna til taks þegar það vantar auka hendur.
“Okkur finnst einfaldlega gaman að geta létt undir þeim sem eru að halda veislu svo þeir geta notið sín í henni og slakað á.”
Ef þú ert að halda veislu, hvort sem er í sal eða heimahúsi er þér velkomið að hafa samband annað hvort á facebook síðu þeirra eða í gegnum tölvupóst veislutjonar@gmail.com. Verð er umsemjanlegt og sanngjarnt en þessir snillingar eru líka tilbúnar að hitta veisluhaldarann áður en veislan er haldin.
Þú getur fundið facebook síðu þeirra hér.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.