Fæturnir okkar, eins og allt annað á líkamanum, eiga það til að þorna upp í frosti og kulda.
Þetta getum við auðvitað ekki látið viðgangast og því passa allar sómakærar pjattrófur upp á leggina sína yfir veturinn. Þá verða þeir líka fallegir í vor þegar við vogum okkur í léttari fatnað. T.d. kjól.. án þess að vera í sokkabuxum undir.
Best er að fara á sex vikna fresti til fótaaðgerðafræðings og láta passa upp á þetta allt. Sjá til þess að táneglur vaxi ekki inn, sigg safnist fyrir á hælum o.s.frv. En betra er að fara einu sinni í viku í fótabað.
Byrjaðu á að láta fæturna í volgt vatn í sirka 20 mínútur. Gott að nota salt út í vatnið -t.d. epsom eða annað fótasalt.
Skrúbbaðu því næst hælana og harða húð með fótaraspi.
Að lokum skaltu nota kornakrem fyrir fætur og skrúbba allann fótinn vel og vandlega. Skola svo af með volgu vatni, bera rakakrem (t.d. Hýdrófíl eða Locobase) og sofa í mjúkum bómullarsokkum.
Þetta ætti að tryggja hamingjusamar táslur sem koma heilar undan vetri. 🙂
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.