Við vitum flestar að stress getur verið alveg óþolandi! Á sama tíma er fátt jafn endurnærandi og að eiga stresslausa daga, en þegar við erum í kapphlaupi við það að vera bestar í öllu þá er það hægara sagt en gert. Það er engin ein rétt leið fyrir alla, við erum jafn ólíkar og við erum margar.
Það þýðir samt ekki að það séu ekki nokkrar aðferðir sem við getum reynt okkur áfram með. Ef stress er farið að hafa mikil áhrif á okkur og við náum ekki að stjórna streitunni í lífinu okkar þá er kominn tími til að taka til aðgerða. Byrjum á því fyrsta…
Skoðaðu hvað það er sem kveikir á streitunni hjá þér
Ekki eingöngu skoða hlutina utan frá, skoðaðu hvernig þín hegðun, afsakanir og viðmót eru svona heilt yfir. Lærðu að takast á við þessar ótal aðstæður sem þú getur ekki breytt. Það stressast ekki allir upp við sömu aðstæður. Af hverju stressast þú sérstaklega við aðstæður þar sem aðrar eru kannski rólegar?
1. Skrifaðu dagbók þar sem þú getur flett upp hvað veldur þér streitu og athafnir þínar í kringum aðstæðurnar.
2. Hreyfing hjálpar til þess að stjórna streitu í lífinu okkar. Hreyfðu þig.
3. Hugleiðsla og jóga: Þetta tvennt gerir gríðarlega mikið fyrir streitustjórnun.
4. Hlustaðu á tónlist sem lætur þér líða betur. Dansaðu við tónlistina og syngdu með.
5. Stundaðu útivist, hvers kyns útivist hjálpar, hvort sem það er stuttur göngutúr, fjallganga, hjólatúr eða annað.
6. Taktu stigann í stað þess að taka lyftuna.
7. Leiktu við börnin þín – þau lifa algjörlega streitulausu lífi.
8. Þegar slæmar hugsanir banka uppá, leyfðu þeim að koma, og leyfðu þeim að fara aftur, ekki loka á þær.
9. Vertu félagslega virk – vinir og fjölskylda geta gert kraftaverk.
10. Lærðu að segja nei þegar það á við og forðastu fólk sem veldur þér streitu.
11. Tjáðu tilfinningarnar þínar, ekki byrgja þær innra með þér.
12. Skipulag og tímastjórnun getur hjálpað mikið.
13. Passaðu þig að láta ekki litla hluti eyðileggja fyrir þér, reyndu að sjá stóru myndina.
14. Ekki reyna að breyta því sem þú getur ekki breytt, sættu þig við aðstæðurnar sem þú hefur ekkert vald yfir. Breyttu hinu ef þú þarft þess.
15. Fyrirgefðu og reyndu að breyta neikvæðum hugsunum í jákvæðar.
16. Þú mátt njóta þín, leika þér og hafa gaman, lífið snýst ekki um að gera allt fullkomlega alltaf.
17. Njóttu andartaksins og hættu að hlaupa.
18. Leyfðu þér að segja brandara og hlægja, það má líka hlæja að mistökum sem maður sjálfur gerir.
19. Ekki taka þig né lífinu of alvarlega.
20. Vaknaðu aðeins fyrr, taktu andartak fyrir sjálfa þig með góðan kaffibolla og tónlist.
21. Passaðu upp á mataræðið, blóðsykurfall hjálpar ekki við streitustjórnun.
22. Gefðu þér þann tíma sem þú þarft í svefn, svefnleysi eykur stress. Hér má lesa meira um svefninn.
Taktu stjórn á streituvöldum í lífinu þínu- ekki láta stressið stjórna þér!
Sylvía er einkaþjálfari, yin jóga kennari, heilsumarkþjálfi og eigandi Optimal Health sem er andleg og líkamleg þjálfun fyrir konur. Sylvía býr á Spáni ásamt syni sínum og Oreo kisunni þeirra.