Þá erum við að tala um vörur sem fást ekki hér á landinu eða eru mikið ódýrari í Dutyfree. Vörur sem við bara verðum að fá!
Svo kemur pabbi gamli alveg vandræðalegur heim, með of margar flöskur af Victorias Secret body splash, bláan maskara og hausverk yfir því að hafa virkilega reynt sitt besta en ekki tekist.
Nú er þetta vandamál úr sögunni og það sem meira er, þú getur líka sparað sjálfri þér heilmikinn tíma þegar þú ferð í gegnum Fríhöfnina. Netið er nútíminn og framtíðin eins og allir vita og Fríhafnarverslunin er komin á netið í allri sinni dýrð.
Svo kemur pabbi gamli vandræðalegur heim, með of margar flöskur af Victorias Secret body splash, bláan maskara og hausverk yfir því að hafa virkilega reynt sitt besta en ekki tekist.
Í stað þess að rugla pabba gamla í rýminu og láta hann flækjast um snyrtivörudeildina getur þú farið á netið í tölvu, iPad eða snjallsíma og pantað allt sem þú vilt, sett í “körfu” og svo sér starfsfólk Fríhafnarinnar um að taka þetta til í poka.
Þegar pabbi mætir á svæðið þarf hann bara að sýna pöntunarnúmer (útprentað eða á sms eða email), taka pokann og borga.
Þetta er gert annaðhvort í brottfarar eða komuverslun. Þú getur líka gert þetta sjálf ef þú ert að fara í ferðalag og sparað þannig tíma og fyrirhöfn. Nauðsynlegt er að panta vörurnar með sólarhrings fyrirvara en þó helst ekki meira en viku fyrr.
Skoðaðu vöruúrval og lestu frekari upplýsingar um þetta HÉR og horfðu líka á þetta tæplega mínútulanga myndband sem sýnir mjög vel hvernig pöntunarferlið gengur fyrir sig.
Duty Free Express from Dutyfree Iceland on Vimeo.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.