Húðkrabbamein eru um þriðjungur allra krabbameina. Orsakir húðkrabbameins er talin vera húðskemmdir af völdum útfjólublárra geisla sólar og ljósabekkja. Til þess að draga úr þessum skemmdum notum við sólarvarnir.
Þetta er ekki flókið:
Ef þú átt barn eða berð ábyrgð á einu slíku í sól, notaðu á það sólarvörn.
Ef þú ert ekki með þeldökkt hörund notaðu sólarvörn.
Ef þig langar ekki verða eins og leðurveski, notaðu sólarvörn.
Ef þú vilt ekki flýta fyrir öldrun húðar, notaðu sólarvörn.
Ef þú vilt ekki liggja rauð/ur og þrútin að kvöldi sólríks dags, að remast við að sofna, notaðu sólarvörn.
Ef þú vilt draga úr líkunum á því að fá eina algengustu tegund allra krabbameina, notaðu sólarvörn.
Ekki láta segja þér að það sé svo frísklegt að vera sólbrenndur. Það er ekkert frísklegt eða smart við útlit Mögdu í “There is something about Mary” eða hinnar svokölluðu Tan mom.
Það er ekkert frísklegt né smart við húðkrabbamein. Verum smart.
Brynhildur Stefánsdóttir er bóndakona í bogmannsmerkinu og starfandi snyrtifræðingur á snyrtistofunni Dekur Akranesi. Hún eignaðist þrjú börn á fjórum árum, fór svo í Snyrtiakademíuna og útskrifaðist (dúx) vorið 2012. Hún er fædd í desember 1977 á Akranesi en hefur búið í Reykjavík og Manchester. Flutti fyrir 10 árum út í sveit á kúabúið Ytra Hólm og líður vel í druslugallanum innan um matjurtirnar en einnig uppstríluð í múg og margmenni. Lífsmottó: The best is yet to come