Vissir þú að það er ekkert sem bannar þér að vera ber að ofan í sundi?
Samkvæmt spurningavefnum Spyr.is er ekkert sem aftrar Íslenskum konum að fara úr að ofan í sólbaði á sundlaugabökkum borgarinnar.
Eða eins og segir í frétt á vefnum: „Það hefur ekki verið skoðað að banna konum að vera berbrjósta á sundlaugarbökkum í sundlaugum í Reykjavík og ekki eru til neinar almennar reglur sem gilda um þetta.”
Í kringum 1980 færðist það mjög í aukana að konur á Íslandi færu úr bikinítoppunum á góðviðrisdögum við sundlaugarbakkana en mögulega var það ágangur ljósmyndara, og þá sér í lagi ljósmyndara DV sem dró úr þessari menningu.
Lesandi DV gerðist meira að segja svo djarfur að senda blaðinu þakkarbréf fyrir myndir af fáklæddum innlendum “snotrum stúlkum”.
Hann hafði jú svo lítinn tíma og þetta sparaði honum sporin að fara í sund eftir vinnu. Ahemm.
Þeir Óli Tynes og Jim Smart gerðu jafnframt víðreist í laugunum. Fóru í sérstaka “Vísindaferð” árið 1980 um sundlaugar höfuðborgarinnar til að kanna hversu margar konur væru þar berar að ofan.
Árið 1984 var svo farið í aðra ferð til að kanna hvort siðurinn hefði lagst af en afrakstur þeirrar vísindaferðar má sjá á myndinni hér að ofan.
Í Helgarpóstinn þann 14. júní 1984 skrifar Óli:
Við Jim hengsluðumst yfir í Sundlaug Vesturbæjar. „Nei takk, engar myndir,” sögðu tvær ungar stúlkur sem þar lágu, topplausar. Svo við röltum áfram. Viðbrögðin við stúlkunum tveim voru þau sömu og í Laugardals- lauginni. Það virtist enginn taka eftir þvf að þær voru ekki í neinu að ofan. Karlmenn sem gengu framhjá virtust ekki horfa neitt lengur á þær en þá sem í kringum lágu:
„Þetta er ósköp notalegt, þetta eru fallegar stúlkur,” sagði miðaldra maður sem við tókum tali. „Satt að segja er þetta orðið svo algengt að maður er hættur að taka eftir því, nema það sé þá alveg sérstaklega löguleg stúlka sem á í hlut.”
Þó 30 ár séu liðin frá þessari Vísindaferð blaðamanns og ljósmyndara Helgarpóstsins er ekki hægt að segja að siðurinn hafi viðhaldist í íslenskum laugum, við höfum amk ekki tekið eftir konum sem eru berar að ofan í laugunum. Kannski mun þetta breytast? Það er spurning hvort “Free the nipple” átakið sem m.a. Chelsea Handler og Miley Cyrus tóku þátt í skilar sér á skerið? Það er aldrei að vita. Hvað segir þú?
[poll id=”70″]Ætli það væri ekki skynsamlegast þó fyrir blaðamenn að sleppa þessum vísindaferðum?
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.