Ný ævintýraleg stuttmynd í leikstjórn Brynju Valdísar með úrvalsliði íslenskra leikara í helstu hlutverkum verður sýnd í opinni dagskrá á SkjáEinum í kvöld, 8. Janúar kl. 19:00.
Hér er klassísk ævintýrasaga færð í nýjan búning með litríkum og skemmtilegum persónum. Regína Ína er ung, saklaus sveitastúlka sem ákveður að hefja nýtt líf með því að flytja í borgina. Hún er skítblönk í kreppunni og leitar athvarfs hjá Guddu frænku sinni. Lífið er enginn dans á rósum en það breytist í borginni þar sem ævintýrin gerast enn.
Aðalhlutverkin leika Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Björgvin Franz Gíslason, Benedikt Erlingsson, Þórhallur “Laddi” Sigurðsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Ellert A. Ingimundarson, Bryndís Ásmundsdóttir, Margrét Eir Hjartardóttir.
Einu sinni var… er útskriftarverkefni Brynju Valdísar af leikstjórnar- og framleiðslusviði og Eyrúnar Helgu af tæknisviði Kvikmyndaskóla Íslands.
Myndin hlaut tvær viðurkenningar frá skólanum: fyrir bestu klippingu og leikstjórn.
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.