Það að missa ástina í lífi sínu er eitt af því versta sem að manneskja getur lent en sumir hafa styrk til að halda áfram að lifa og halda minningunni lifandi. Það gerði þessi maður svo sannarlega
Ben Nunery giftist ástinni í lífi sínu, Ali árið 2009. Þau voru nýbúin að kaupa sér hús og fannst tilvalið að láta taka brúðkaupsmyndirnar af sér þar. Stuttu seinna greinist hún með mjög sjaldgæft lungnakrabbamein og hún lést 2 1/2 ári seinna, aðeins 31 árs gömul. Ben og Ali áttu saman dóttur sem heitir Olivia sem var þriggja og hálfs árs þegar móðir hennar lést.
Ben ákveður að flytja með Oliviu í nýtt hús eftir að Ali deyr en ákvað fyrir bæði sig og dóttur sína að láta endurtaka brúðarmyndirnar ásamt Oliviu og var það Tracy, systir Ali, sem tók þær en hann gerði það bæði fyrir sig og Oliviu.
Ben heldur úti bloggi sem er tileinkað Ali og er yndislegt að lesa það þó svo að það sé líka erfitt. Hér getur þú farið inn á bloggið hans.
Bjarney Vigdís er mikil áhugamanneskja um allt sem viðkemur heilsu, uppeldi, eldamennsku, tísku, förðun, handavinnu, fegrun heimilisins og öðru pjatti. Hún er menntaður förðunarfræðingur og er jafnframt framúrskarandi húsfreyja sem heldur einnig úti sinu eigin bloggi. Hún býr á vesturlandi í litlum bæ ásamt manni sínum og 6 börnum.