Frá því ég var unglingur hefur það verið mér hjartans mál að borin sé virðing fyrir stelpum, konum og því kvenlega.
Að það sem við höfum sérstakan áhuga á, gaman af, sé ekki tilefni til skammaryrðis. Að það að vera stelpa sé ekkert til að skammast sín fyrir.
Til dæmis að stelpur eigi aldrei að þurfa að draga úr kvenleika sínum, pjatti og prjáli til að tekið sé mark á þeim. Að við eigum aldrei að þurfa að verða ‘karlmannlegri’ til að ná lengra á sviði karla. Gera röddina djúpa til að hlustað sé á okkur.
Ég vil að við séum virtar á okkar forsendum, án málamiðlana. Ég vil að það sé flott að hlaupa eins og stelpa, kasta eins og stelpa, keyra eins og stelpa. Vera stelpa.
Það er kannski út af þessu hjartans máli mínu sem ég hreinlega táraðist yfir þessari dömubinda auglýsingu?
[youtube width=”625″ height=”425″]https://www.youtube.com/watch?v=XjJQBjWYDTs#t=165[/youtube]
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.