Meðan ég var í námi lærði ég ýmsar reglur og lög varðandi merkingar á fatnaði.
Þar eru Bandaríkin með lang ströngustu reglurnar hvað varðar merkingar á fatnaði en ég var minnt á þetta þegar sonur minn fékk föt að gjöf í gær. Þá var mjög áberandi rauður miði á einum bolnum sem á stóð: “Keep away from fire”… eins og það þurfi að minna fólk á að föt séu eldfim og að maður þurfi að halda þeim frá eldi!
Ég fann fleiri merkingar á netinu 😉
“For your safety, garment should fit snuggly, this garment is not flame resistant, loose fitting garment is more likely to catch fire”
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.