Einkaþjálfarinn Raul Rodriguez Cardona (48) sem eitt sinn gerði garðinn frægan í heilsugeiranum á Íslandi er eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna meðlagsskulda en hann skuldar um 30 milljónir íslenskra króna með dóttur sem hann á þar í landi.
Einkaþjálfarinn hefur aðeins einu sinni greitt meðlag með barninu, alls 424 dali en það var árið 1996. Fljótlega eftir að stúlkan fæddist var hann komin til Íslands og eignaðist barn með íslenskri konu.
Raul á fimm börn með jafn mörgum konum. Þrú með íslenskum konum og tvö með bandarískum.
Hann býr nú í Los Angeles, ekur um á Mercedes-Benz og er giftur fyrirsætu sem hann á eitt barn með.
Heimildarmaður Pjatt.is segir Raul hafa flutt fyrst frá Íslandi til Chicago í kringum árið 2006. Þar bjó hann í Benz bifreið er bróðir hans hafði gefið honum en fljótlega fór hann þaðan til Los Angeles.
Að sögn fjölmiðla vestanhafs virðist sem Raul hafi lifað algerlega tvöföldu lífi.
Í öðru þeirra nefnir hann sig “alþjóðlegan einkaþjálfara stjarnanna” og lifir ljúfa lífinu í Los Angeles á meðan yfirvöld í Wisconsin, þar sem dóttir hans býr, segja þennan 48 ára gamla mann skulda um 30 milljónir í meðlög. Hann hefur ekki sýnt neina viðleitni til samninga eða reynt að greiða skuldir sínar frá fæðingu barnsins.
Heimildarmaður Pjatt.is segir hann hafa neitað að gangast við faðerninu, jafnvel eftir að DNA próf hafði sýnt og sannað að hann ætti stúlkuna. Hann skuldar jafnframt meðlög með börnum sínum á Íslandi en barnsmæður hans vilja lítið af honum vita.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=gCiwnje1IYU#t=274[/youtube]
Raul á yfir höfði sér 10 ákærur vegna ógreiddra meðlagsskulda og með því hefur hann komið sér á topp 30 listann yfir stærstu skuldara Milwaukee sýslu.
Raul Rodriquez var handtekinn þann 5. ágúst í Mountain Gate Country Club í Los Angeles en þangað mætti hann á dýrum Benz. Hann var færður til yfirheyrslu og á að mæta í dómssal í næsta mánuði.
Svo virðist sem hann hafi komið undir sig fótunum í Los Angeles fljótlega eftir að hann flutti frá Íslandi.
Hann stofnaði nýja fjölskyldu með fimmtu barnsmóður sinni og hóf að selja líkamsræktar-ráðgjöf og lífstíls ráðgjöf. Nú reynir hann að koma raunveruleikaþáttum á framfæri en sýnishorn þessu má sjá í myndskeiðinu hér að ofan.
Raul kom sjálfum sér á framfæri meðal annars með því að kalla sig “heimsþekktan” og gaf í skyn að DVD diskar hans hefðu verið seldir um allann heim.
Hann á fimm ára dreng með núverandi eiginkonu sinni. Að sögn yfirvalda í Wisconsin kom Raul upp um sig með því að vera áberandi á netinu.
Verði hann fundin sekur á allar 10 ákærurnar á Raul Rodriquez Cardona á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi. Hann þarf jafnframt að greiða skuldirnar, um 250.000 bandaríkjadala (tæpar 30 milljónir ískr) ásamt kostnaði og sektum.
heimild: nydailynewsFjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.