Samkvæmt teiknaranum Cindy Mangomini eru þetta þau atriði sem auka hamingjuna í daglegu lífi.
– ert þú sammála því að þetta skipti máli?
Drekktu meira af vatni og grænu tei
Vertu meðal fólks sem lætur þér líða vel
Haltu heimili þínu snyrtilegu og hreinu
Lestu bækur
Hafðu þakklæti ofarlega í huga
Vertu umkringd/ur fallegum hlutum
Borðaðu ávexti og grænmeti og forðastu unna matvöru
Eyddu tíma með sjálfri/sjálfum þér
Hlustaðu á tónlist
Stundaðu útivist-vertu í náttúrunni
Gerðu góðverk og vertu góð/ur við aðra
Stundaðu líkamsrækt og hugsaðu vel um líkama þinn
Láttu heimili þitt ilma vel
Þetta eru nokkur af þeim óteljandi atriðum sem gleðja okkur og láta okkur líða vel.
Uppsetningin er skemmtileg og þessi hæfileikaríka stúlka setur allskyns lista upp í þessu formi. Áhugavert!
…Þó ég hefði persónulega valið kaffi í staðinn fyrir grænt te! 🙂
Hulda Jónsdóttir Tölgyes er 28 ára og úr Reykjavík.
Hulda hefur lokið tveimur háskólaprófum í sálfræði og stefnir ótrauð á að læra enn meira innan þess sviðs á næstu árum.
Hún er jafnframt lærður naglafræðingur úr MOOD skólanum og einn af stofnendum poppkórsins Vocal Project.
Hulda er hundafrík sem naglalakkar stundum tíkina sína!