Einfaldar og unaðslegar Sörur fyrir jólin!

Einfaldar og unaðslegar Sörur fyrir jólin!

imageHinar dásamlegu Sörur eru ómissandi á mínu heimili fyrir jólin og þarf ég oft að henda í fleiri en eina uppskrift þegar líður á desember mánuð.

Við vinkona mín höfum haft það að jólahefð að baka saman Sörur og kemur það manni svo sannarlega í jólaskap.

Hér er fullkomin uppskrift að Sörum fyrir jólin, alls ekki flókin og ættu allir að geta leikið sér að því að baka þessar dásamlegu kökur fyrir jólin í ár.

Botn:

260 gr hakkaðar möndlur
230 gr flórsykur
4 stk eggjahvítur

Krem:

4 stk eggjarauður
160 gr flórsykur
160 gr smjör
50 gr kakó
3-4 mak kaffi ( má sleppa)
3-4 msk Bailys eða Kahlúa

Nóg af Suðusúkkulaði til að hjúpa.

Aðferð:

1. Byrjið á því að stífþeyta eggjahvítur.
2. Blandið svo flórsykri og möndlum saman við og hrærið varlega.
3. Setjið kökurnar á bökunarplötu gott að miða við teskeið hverja köku.
4. Bakið við 180 gráður í 11-13 mínútur.
5. Blandið saman eggjarauðum og flórsykrinum.
6. Hafið smjörið við stofuhita og setjið það saman við ásamt kakóinu og líkjör.
7. Kælið botnana vel og smyrjið svo kreminu á.
8. Gott er að láta kremið verða stinnt, setja nokkrar kökur í frysti áður en þið hjúpið þær með suðusúkkulaði.
9. Því næst eru kökurnar frystar enda geymast þær best á þann hátt.

Gangi ykkur vel !

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest