Við erum kannski ekkert sérlega dugleg að breyta til í safagerðinni okkar en t.d. ef þú átt tahini til að gera hummus þá er upplagt að nota það í þeytinginn.
Þessi kemur ótrúlega vel út. Tahini eru maukuð semsamfræ og þau eru ákaflega kalkrík og því sérlega gott fyrir þá sem drekka ekki mikla mjólk. Það eru sneisafullt af næringarefnum og er bæði trefjaríkt og inniheldur m.a. fullt af B-vítamínum, omega 3 fitusýrum, magnesíum, sinki, fólinsýru og kalkinu góða. Góður sem millimál og telur ca 220 he.
Hindberja þeytingur með tahini
2 dl rísmjólk með kókos er mjög gott
1 dl hindber frosin eða fersk
2 tsk tahini
1 dl appelsínusafi
1 tsk macaduft, má sleppa en mér finnst það gera mér gott
Allt í blandara
Eggjakaka í vöfflujárni er ótrúlega fljótleg og góð máltíð
2 egg
möndlumjólk til þess að þynna
krydd að eigin vali (ég nota t.d oregano, Bezt á allt, salt og svartan pipar)
1/4 rauðlaukur
Gott er að setja smá olíu á járnið til að ekkert festist við, ég prófaði Puglia olifia, vinsæla olían í Krónunni.
Gott að bera fram með tómötum, kotasælu og avocado.
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.