Íslensku EGF húðvörurnar frá Sif Cosmetics halda áfram að slá í gegn á erlendum mörkuðum en í liðinni viku hlaut EGF Húðnæringin fyrir líkamann hin eftirsóttu Danish Beauty Awards í flokki lúxushúðvara fyrir líkamann. Í
kjölfarið hefur hún fengið frábæra umfjöllun í dönsku dagblöðunum Börsen og Berlingske Tidende.
Danish Beauty Awards eru alþjóðleg verðlaun sem veitt eru þeim snyrtivörum sem þykja skara fram úr á hverju ári. Dómarar í keppninni að þessu sinni eru engir nýgræðingar í heimi fegurðar og tísku.
Í dómnefndinni sátu meðal annars Søren Hedegaard snyrtifræðingur og hárgreiðslumeistari danska kóngafólksins, Anne Pedersen og Sara Rostrup snyrtivöruritstjórar Elle og Eurowomen, Helle Husted innkaupastjóri verslunarkeðjunnar Matas og Jørgen Esmann, húðlæknir.
EGF Húðnæring fyrir líkamann er græðandi og rakagefandi næring fyrir húð líkamans. Hún er ætluð til notkunar á álagssvæði svo sem hendur, olnboga og hæla og hefur reynst sérstaklega vel á þurra og sprungna húð og við ýmsum húðvandamálum.
Pjattrófurnar óska liðsmönnum EGF til lukku með þennan heiður. Alltaf gaman þegar íslendingum og íslenskri vöru gengur vel á erlendri grun.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.