Gunnlaugur Guðmundsson, stjörnuspekingur, er að mínu mati einn merkasti núlifandi, dulspekingur landsins en hann hefur verið fremstur meðal jafningja í öllu sem viðkemur stjörnuspeki síðustu 40 árin. Og ég er ekki frá því að hann sjái töluvert lengra en til stjarnanna þessi ágæti maður.
Í flakki mínu á alnetinu rakst ég á mjög forvitnilega grein eftir Gunnlaug þar sem hann veltir fyrir sér tengslum á milli ADHD greiningarinnar og stjörnumerkjanna. Greinin er út fyrir normið sem er snilld og mér finnst hún ansi forvitnileg. Gunnlaugur gaf mér leyfi til að birta hana hér.
(Einu sinni var „kynvilla„ geðsjúkdómur)
Sjálf trúi ég bæði á ADHD greininguna og stjörnuspekina, – um leið og ég geri það ekki. Greiningar koma jú og fara (einusinni var „kynvilla“ sjúkdómur) og element í stjörnumerkjunum eiga líka við um önnur merki. Í mínum huga er þetta semsagt ekki bara svart og hvítt.
Og þó mörg okkar vilji kannski ekki viðurkenna það þá finnst mér samt eins og innst inni hafi hugmyndirnar um stjörnumerkin haft lúmsk áhrif á flest okkar frá því við vorum unglingar. Sem dæmi…
Merkin sem eru mestu dívurnar eru vanalega Ljónin. Dularfullu týpurnar eru Sporðdrekar. Báðum finnst tilvalið að fá sér stjörnumerkjatattú meðan við sjáum minna af Meyju og Tvíbura flúrum. Það er sagt að aðal kósý týpurnar séu Krabbar og Naut, og Steingeitum finnst gaman að plana fram í tímann og horfa í aurinn. Fiskarnir eru tilfinninganæmir og listrænir sveimhugar meðan Tvíburinn er mesta félagsveran. Þetta eru allt kunnug stef.
… en Gefum hér Gunnlaugi orðið:
Hvað koma stjörnumerkin, ADHD, athyglisbresti og ofvirkni, við? Jú, ég hef tekið eftir því að ADHD greiningin rímar oftar en ekki við lýsingu á neikvæðum eiginleikum merkjanna.
Fiskurinn er að upplagi draumlyndur og utanvið sig, eiginleikar sem eru fylgifiskar sterks ímyndunarafls. Í eðli Sporðdrekans er að kafa djúpt ofan í hlutina. Hann vill skilja innra gangverkið. Af hverju? Hvað liggur að baki? Sporðdrekinn hefur áhuga á slíkum spurningum.
Hrúturinn er að upplagi hvatvís, óþolinmóður og drífandi. Tvíburinn þarf að hafa mörg járn í eldinum sem þýðir að hann hefur gaman af því að vera á ferðinni og að þar með að skreppa hingað og þangað. Þegar slíkt fer út í öfgar er iðulega sagt að hann sé með njálg í rassinum.
Í mínum huga er það ekki eðlilegt að kraftmikil börn sitji á skólabekk, inn í húsi, tímunum saman, dögum saman, vikum saman, ár eftir ár.
Það sem vekur athygli mína er að ákveðnir eiginleikar Fisksins og Sporðdrekans leiða til athyglisbrests. Og að ákveðnir eiginleikar Hrútsins og Tvíburans stuðla að ofvirkni. Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta er til dæmis Tvíburi með Mars (framkvæmdaorku) í Hrúti. Hann var á sínum tíma greindur ofvirkur.
Greiningar eiga rétt á sér en ákveðnir listamenn hafa alltaf verið með athyglisbrest
Með þessari hugleiðingu er ég ekki að gagnrýna ADHD greininguna sem slíka. Hún á rétt á sér. Meðferðafulltrúar sem vinna í tengslum við skólakerfið eru að reyna að hjálpa þeim sem eiga erfitt með að fóta sig innan kerfisins. Foreldrar barna sem eiga í erfiðleikum í skóla vilja fá börnin sín greind því börn með greiningu fá betri þjónustu innan kerfisins.
Ég vil einungis benda á það að verið er að setja gamalt vín á nýja belgi, þ.e.a.s. verið er að búa til nýja skilgreiningu á eiginleikum sem alltaf hafa verið til staðar.
Ákveðnir einstaklingar hafa alltaf verið með athyglisbrest. Listamenn – þeir sem vinna útfrá eigin ímyndunarafli – eru með athyglisbrest. Starf þeirra er einfaldlega þess eðlis að þeir þurfa að leita innávið og sækja þaðan innblástur í listaverk sín.
Ákveðnir einstaklingar hafa alltaf verið ofvirkir. Íþróttamenn, kraftmiklir atvinnurekendur og veiðimenn eru ofvirkir á einn eða annan hátt.
Ég hef þróað lyfjalaust og skaðlaust tæki sem greinir eiginleika hvers einstaklings fyrir sig
Vandamál nútímans liggja að hluta til í kerfinu sjálfu
Persónuleg skoðun mín er sú að vandamál nútímans liggi að hluta til í kerfinu sjálfu, þ.e.a.s. annars vegar eru einstaklingar sem vissulega eiga við vandamál að stríða og hins vegar er kerfi sem býr til vandamál. Í mínum huga er það ekki eðlilegt að kraftmikil börn sitji á skólabekk, inn í húsi, tímunum saman, dögum saman, vikum saman, ár eftir ár.
Ef litið er til sögu mannsins síðustu tíuþúsund árinu eða svo þá hefur fyrirbærið skólastofnun ekki verið við líði nema brot af þeim tíma. Lærði skólinn í Reykjavík var stofnaður árið 1846. Háskóli Íslands árið 1911. Ef við miðum við Ísland og lærða skólann þá erum við að tala um 168 ár.
Sem sagt, ef miðað er við þróunarsögu mannsins síðustu tíuþúsund árin, þá hefur lærði skólinn (nú M.R.) verið við lýði innan við 2% þess tíma.
Maðurinn er ekki hannaður til að sitja á skólabekk
Þetta segir okkur þá einföldu sögu að líkami okkar, hugur og skynfæri eru mótuð með tilliti til veruleika sem er allt annar en sá að sitja á skólabekk.
Maðurinn er hannaður til að vera hirðingi, veiðimaður, bóndi, flakkari. Hann hefur ekki – ekki enn sem komið er – háþróaðan seturass. En nú er komið fram á 21. öldina. Tímarnir eru breyttir. Við erum að hanna nýja útgáfu af manni, Homo Sapiens Scholaris?
Á skólakerfið að vera til fyrir kerfið eða fólkið? Á að aðlaga kerfið að einstaklingunum eða einstaklingana að kerfinu?
Til hjálpar við þá vinnu höfum búið til norm. Þeir sem falla inn í nýja kerfið og auðvelt er að mata, þ.e.a.s. geta setið á skólabekk árum saman og tekið við fróðleik, eru normal. Þeir sem liggja fyrir utan normið eru abnormal. Reynt er að meðhöndla þá. Eiginleikar sem eru sjaldgæfir og liggja fjarri ‘norminu’ eru ekki til. Láttu ekki svona strákur. Þegiðu stelpa. Vertu ekki með þetta bull.
Hjörðin hefur ákveðið að skólar séu málið og við það verður ekki ráðið
Ég veit ósköp vel að ég get ekki mótmælt norminu. Hjörðin hefur ákveðið að skólar séu málið og við það verður ekki ráðið. Og auðvitað er ég hlynntur skólum eða öllu heldur menntun. Öflugt fræða- og þekkingarstarf gerir hvert einstakt þjóðfélag auðugra. Það er ekkert verra en illska sem er iðkuð í skálkaskjóli fáfræði.
Því segi ég: Endilega hjálpum þeim sem eiga við athyglisbrest og ofvirkni að stríða. En og það er mikilvægt en, hjálpum ekki á þann hátt að þurrka út upplag viðkomandi einstaklings. Hendum ekki barninu með baðvatninu.
Í mínum kokkabókum á ekki að drepa ímyndunaraflið með lyfjum
Fiskurinn – svo dæmi sé tekið – er að upplagi með sterkt ímyndunarafl. Sterkt ímyndunarafl getur vissulega leitt til athyglisbrests. Fiskurinn sér ekki og heyrir ekki í umhverfinu. Hann sér og heyrir í röddum, myndum og hugmyndum sem blómsta innra með. Fiskurinn sem lærir að vinna með þessa eiginleika verður listamaður. Í mínum kokkabókum á ekki að drepa ímyndunaraflið með lyfjum og gera Fiskinn að endurskoðanda. Það á að hjálpa honum að virkja ímyndunaraflið. Í skólanum á að kenna nákvæmlega það.
Ef kerfið á að stjórna, ef þvinga á alla inn í norm – setja menn í normalþvingu – já, þá getur verið að kerfið sem slíkt ‘fúnkeri’.
Ég spyr hvort Michelangelo og Leonardo da Vinci hefðu verið settir á rítalín, hefðu þeir fæðst í nútímanum? Og í stað þess að njóta lista- og hugverka þeirra byggjum við í miðaldaköstulum?
Á að aðlaga kerfið að einstaklingunum eða einstaklingana að kerfinu?
Það leiðir mig að eftirfarandi: Á skólakerfið að vera til fyrir kerfið eða fólkið? Á að aðlaga kerfið að einstaklingunum eða einstaklingana að kerfinu?
Ef kerfið á að stjórna, ef þvinga á alla inn í norm – setja menn í normalþvingu – já, þá getur verið að kerfið sem slíkt ‘fúnkeri’. En það er öruggt að mannlífið yrði fátækara. Og margir þeirra sem hrökklast niðurbrotnir út úr kerfinu koma síðan til að kosta þjóðina ómældar upphæðir, vegna kostnaðar við meðferðastofnanir, svo ekki sé talað um ‘gjaldið’ sem hlýst af þjáningu og þeim glæpum sem hinn reiði og ófullnægði fremur.
Fyrsta skrefið er að gera fólk heilbrigt
Ég tel að við eigum að aðlaga kerfið að upplagi einstaklinganna. Í stað þess að þvinga einstaklinga í norm eigum við að útvíkka kerfið. Bjóða upp á fjölbreyttari kennslu.
Slíkt er kannski dýrt til að byrja með en verður ódýrt þegar upp er staðið, því þjóðfélag sem getur af sér frjóa, heilbrigða og skapandi einstaklinga verður auðugra en þjóðfélag sem þrengir að þegnum sínum. Fyrsta skrefið í því að auðga þjóðfélagið er að greina fólk heilbrigt, þ.e.a.s. greina einstaklingana útfrá því hverjir þeir eru að upplagi og vinna síðan í því að styrka eiginleika þeirra.
Eðlilega býð ég við fram í þessa vinnu. Ég hef þróað lyfjalaust og skaðlaust tæki sem greinir eiginleika hvers einstaklings fyrir sig, þ.e.a.s. persónulýsingu. Ég tel of snemmt að bjóða mig fram til embættis menntamálaráðherra, – en ég er til í að aðstoða þá sem stjórna menntakerfinu hverju sinni.
Síminn hjá mér er 774 1088 og hægt er að ná í mig í gg hjá stjornuspeki.is.
ATH: Með þessari umfjöllun er ég alls ekki að gera lítið úr þeim sem vinnan með ADHD innan kerfisins. Þar er á ferðinni fólk sem er að hjálpa til og á allt hið besta skilið. Ég er að beina sjóninni að kerfinu sem slíku. Að mínu vita þarf að gera kerfið fjölbreyttara. Það er einhæfni kerfisins sjálfs sem er hluti af vandamálinu.
að endingu
Hér má lesa viðtal sem ég tók við Þórhall árið 2017. Í því sagði hann heiminn allan ganga í gegnum gríðarlegt breytingaskeið og að breytingarnar myndu ná hámarki á árabilinu 2018–2024. No shit?! Svo sagði hann m.a. líka þetta:
„Við stöndum í miðju fljóti valdaskipta á heimsvísu og þurfum nauðsynlega að halda vöku okkar. Þjóðland er jú ekki óbreyttur staðall. Bandaríki frelsis geta hæglega breyst í Bandaríki ófrelsis. Ísland, lýðveldi smákónga, getur hæglega breyst í samveldi nokkurra fjölskyldna sem eiga, og eða selja, allar auðlindir landsins. Ef við höldum ekki vöku okkar þá vöknum við kannski upp við þann vonda draum að búa í Dýrabæ Orwells þar sem svínin hafa tekin völdin. Það viljum við ekki.“
Þarna sannaði hann Gunnlaugur það endalega fyrir mér að hann er okkar Nostradamus. Og ekki þurfti mikillar sannfæringar við. Hér er vefsíðan hans og hann er auðvitað líka á Facebook. Og hér er smá viðtal á mbl og annað hér frá 2008 á Vísi.
Góðar stundir
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.