Kitty Brucknell hefur vakið athygli í X Factor þáttunum fyrir efnislítinn klæðnað og bratta framkomu.
En þrátt fyrir að virka sjálfsörugg á sviði er ekki hægt að segja að Kitty sé í raun ánægð með líkama sinn. Þó hún sé tágrönn og aðeins 26 ára hefur hún þegar farið í fitusog og hefur ekkert á móti hrukkulömunarefninu Botox.
Í viðtali við tímaritið Heat segist hún hafa átt í basli með líkamsímynd sína frá sextán ára aldri. “Þá borðaði ég svona eina jógúrt á dag en vandamálið var að ég leit ógeðslega vel út!” segir hún og bætir við að hún hafi líklegast ekki verið með anorexíu: “Vandamálið er bara að það er engum náttúrulegt að vera í stærð núll. Ég elska mat, get ekki verið án hans og fór að borða aftur.”
Fyrir tveimur árum fór Kitty að nota botox, þá 24 ára. Það var eftir að hún fór í fitusog:
“Ég þoli ekki það sem ég sé þegar ég lít í spegil. Ég fékk botox fyrst árið 2009 og það var besta hugmynd í heimi! Ég er rosalega sátt við botox. Mig langaði ekki til að fá svona áhyggjuhrukkur eins og mamma er með og þessvegna finnst mér bótox bara vera af hinu góða. Svo fór ég í fitusog þegar ég var 24 ára en þá hafði mig langað til þess síðan ég var svona 16 eða 17. Ég þoldi ekki líkamann á mér og er það ekki enn. Mig langar að grennast og ég er ekki til í þessa appelsínuhúð.”
Kitty var kosin úr keppninni þann 13 nóvember og segir að hún hafi innst inni vitað að hún myndi ekki vinna.
Ég byrjaði í þessari keppni sem mest hataði þáttakandinn ever. Ég er samt ekki viss um að hafa farið þannnig úr keppninni. Það var vitað mál að Misha myndi vinna mig, hún er betri söngkona og auðveldara að markaðssetja hana. Ég er bara svo ógeðslega skrítin manneskja. Ég er of skrítin fyrir X Factor.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.