TOP

Hnetur, fræ og þurrkaðir ávextir eru miklir orkugjafar og í dagsins önn getur verið gott að narta í slíkt góðgæti á milli mála enda um mjög holla orku að ræða. Hnetur og fræ eru jafnan flokkuð með svokölluðu ofurfæði því í þeim er mikið magn vítamína, steinefna og annarrar næringar sem okkur er nauðsynleg.

Ég hef jafnan hnetur og fræ í skál á eldhúsborðinu sem heimilisfólkið nartar í og stundum krydda ég þau og rista í ofni eða á pönnu. En til að breyta út af vananum er líka gott að búa til orkustykki. Þau eru afbragð með mjólk eða kaffisopanum og hentug að grípa með sér út úr húsi eða stinga í nestispakka, fyrir utan það hve dásamlegur ilmur kemur í húsið þegar þau eru bökuð!
Það er gaman að fikra sig áfram í ,,orkustykkjagerðinni‘‘, prófa hin ýmsu fræ, hnetur og ávexti en hér er ein skotheld uppskrift sem einnig er hlaðin haframjöli sem eykur enn á næringuna og gerir stykkin matarmeiri en ella. Uppskrift að orkustykkum...