Fyrir nokkrum vikum kom nýtt krem á markaðinn frá Blue Lagoon Iceland.
Ég var svo heppin að fá að prófa þetta krem um leið og það kom á markað enda mikill aðdáandi Bláa Lónsins og snyrtivörulínunar sem þar er framleidd.
Í fyrra kom á markaðinn einn besti andlitsmaski sem ég hef prófað en hann er einnig frá Blue Lagoon og er gerður úr mjög sjaldgæfum þörungum sem finnast í Bláa lóninu svo það var mikið fagnaðarefni fyrir mína innri pjattrófu að fá að prófa þetta nýja krem.
Kremið heitir RICH NOURISHING CREAM og er fyrir venjulega út í þurra húð en hentar einnig fyrir viðkvæma húð.
Kremið gefur mjög nærandi tilfinningu um leið og þú berð það á þig en þú finnur líka stinnleika húðarinnar aukast um leið. Þetta stafar af kísil sem hefur styrkjandi áhrif á ysta lag húðarinnar.
Einn helsti kostur þessa góða krems er hversu hratt það gengur inn í húðina og því er mjög gott að nota farða beint á eftir.
Þetta er svokallað 24 stunda krem sem þýðir að þú notar það bæði kvölds og morgna en það er ekki með sólarvörn svo það er gott að nota púður, BB krem eða farða á eftir með amk 15 í vörn. Ef þú ert týpan sem nennir ekki að eiga margar dósir af kremum þá er þetta klárlega málið fyrir þig.
Auðvitað henta aldrei sömu vörurnar öllu fólki svo það er ekki víst að þetta krem henti þér jafn frábærlega og mér en ég mæli engu að síður með því að þú prófir það. Það stinnir húðina og jafnar litarhaftið um leið og það gefur góða næringu og raka.
Þegar ég byrjaði að nota það var ég með rauða bletti á kinninni sem höfðu þráast þar við í nokkra daga en um leið og ég fór að nota þetta nýja þörungakrem kvölds og morgna þá hurfu þeir.
Mæli með því að þú krækir þér í prufu af þessu kremi eða látir bara vaða í fjárfestinguna því þetta er, án þess að hér sé verið að ýkja, virkilega góð vara sem höfðar til margra og á eflaust eftir að vera lengi á markaði því þetta krem kjósa pjattrófur aftur.
Kremið er úr náttúrulegum efnum, alveg án parabena og kostar 11.500 kr úr vefverslun BL.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.