Ef þú heldur að þú hafir það skítt, stilltÉg veit vel að það er ekki hægt að keppa í þjáningu og að upplifun okkar af erfiðleikum er alltaf jafn sönn, hverjir sem erfiðleikar okkar kunna að vera. Það er að segja að það er bannað að gera lítið úr því þegar öðrum líður illa þó maður hafi sjálfur farið í gegn um meiri raunir. Fyrirbærið fyrsta heims vandamál getur nefnilega stundum verið gríðarlegt mál fyrir þeim sem glímir við vandann, hvort sem það er rifinn Gucci kjóll, rispaður Range Rover eða skortur á glúteinlausu brauði. Erfið upplifun er bara það sem hún er.
5000 heimilislausir í sama hverfinu
Ég verð samt að segja að mér finnast öll mín vandamál, og öll vandamál allra vina minna, bókstaflega gufa upp þegar ég horfi á viðtölin við aumingja fólkið í þáttunum Soft White Underbelly á YouTube. Flestir viðmælendurnir eiga það sameiginlegt að búa í Skid Row hverfinu í miðbænum í Los Angeles en þetta hverfi hefur frá sirka 1930 verið aðsetur undirmálsfólks. Einfaldlega heilt hverfi þar sem um 5000 heimilislausar manneskjur búa hlið við hlið og nánast allar á götunni. Ofbeldi, barsmíðar, þjófnaðir, nauðganir og aðrar hörmungar eru þar daglegt brauð og fólkið, sem ekki sefur berskjaldað á götunni, eða í pappakössum, býr í litlum tjöldum sem raðast meðfram götum og gangstéttum.
Ofbeldi af hálfu mæðra
Í viðtölunum leitast blaðamaðurinn að því að kynnast þessum brotnu (og stundum ótrúlega sterku) einstaklingum. Komast að því hvaða manneskjur þau eru, hvernig æska þeirra var og hvað gerðist sem varð til þess að þau enduðu með því að fara á þennan stað. Sögurnar eru hver annarri áhrifaríkari og sumar svo erfiðar og sorglegar að maður tárast.
Fólkið er allt svo einlægt, segir svo einlæglega frá og það er alveg gersamlega með ólíkindum hvað það hefur þurft að ganga í gegn um. Allar stelpurnar hafa t.d. orðið fyrir kynferðisofbeldi og ofbeldi af hendi mæðra er líka mjög algengt hjá þeim. Flestar stelpurnar eiga líka börn sem hafa verið tekin frá þeim en sumar halda í vonina um að fá þau aftur. Vonast til að geta komist upp úr þessu hörmungar lífi. Maður skyldi aldrei líta niður á eða dæma fíkla. Það er alltaf forsaga, eitthvað sem liggur að baki.
Einn lítill lygalaupur
Mig langar samt að benda á að ein frásögnin er algjört feik. Þetta varð að stórmáli á netinu. „Vændiskonan“ Kelly plataði áhorfendur alla leiðina í bankann. Sá sem heldur síðunni úti safnaði fyrir hana $ 30.000 en svo kom bara í ljós að hún var svona helvíti góð leikkona (eða þannig, hún bliknaði ekki í frásögninni). Ekki láta greyið vandræðaunglinginn Kelly skemma hinar sögurnar samt. Þær eru dag sannar, eins og t.d. sagan hennar Samöru hér að ofan og allar hinar. Það má lesa á athugasemdum en þar sem þessi video hafa flest farið hringferð um heiminn dúkkar oft upp fólk sem kannast við viðmælendurna
Ég mæli heilshugar með þessum þáttum. Hér er rásin, Soft White Underbelly, á YouTube.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.