[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=dRl8EIhrQjQ[/youtube]
Maður situr fyrir framan sjónvarpið með tölvuna og símann og horfir á þrjá skjái á sama tíma.
Einhverntíma hljótum við að fá nóg?! Price Ea hefur að minnsta kosti fengið sig fullsaddann. Hann segir að við eyðum um fjórum árum samanlagt í símanum. Kannski er það vanmetið. Hlustaðu vel á textann hans.
Á sama tíma og Facebook og aðrir samskiptamiðlar tengja fólk þá slíta þessi fyrirbæri líka heilbrigð tengsl og skapa vandamál.
Ætli við þurfum ekki bara að fara að skammta okkur tímann í þessu, eins og við gerum fyrir krakkana.
Annars endum við kannski einangruð og rugluð með athyglisbrest og langtímaminni sem verra en hjá gullfiski?
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.