Nafn: Edda Pétursdóttir
Aldur: 24 ára
Búseta: Reykjavík
Hjúskaparstaða: Á föstu
Börn: Nope
Starf: Ég myndi segja að helsta vinnan mín væri skólinn, en annars er ég búin að vera að snúast í hinu og þessu svona þegar ég hef tíma.
Uppáhaldsborg: Ætli ég verði ekki að segja Marseille, þar sem ég bjó þar í heilt ár, annars hef ég komið til margra skemmtilegra borga.
Stjörnumerki: Vog (er samt ekki mjög mikið fyrir stjörnuspár).
Hvað er tíska fyrir þér?
Tíska fyrir mér er ofboðslega víðfemt hugtak og í raun mjög einstaklingsbundin. Sjálf reyni ég bara að klæða mig í flíkur sem mér finnst fallegar og klæða mig vel.
Uppáhalds flíkin núna?
Það hlýtur að vera ólífugræni Barbour Beadnell jakkinn sem ég keypti mér í sumar. Þetta eru svo vandaðar og fallegar flíkur og eins og hannaðar fyrir íslenskt veðurfar. Reyndar er ég líka sjúklega ánægð með kjól frá Loreak Mendian sem ég keypti mér í Barcelona í haust. Hann er með V-hálsmáli, síðerma og með smárósóttu munstri á svörtum bakgrunni. Þetta er alveg týpískur kjóll sem er ekki að allra smekk en mér finnst hann algjört æði.
Must have í fataskápinn?
Ég er rosalega góð við sjálfa mig og ég set þægindi framar útliti hvenær sem er. Þegar maður býr á Íslandi er alveg nauðsynlegt að eiga flíkur sem standast öll skilyrði, þ.e.a.s. falleg, hlý og þægileg. Einhverja svona “Go-to” flík sem þú veist að fer þér vel og þér líður vel í. Hjá mér er það alveg hiklaust svarti rúllukragabolurinn frá Farmers Market sem ég keypti í sumar. Hann er úr Merino ull og því alveg æðislega mjúkur og hlýr en svo er hann líka bara virkilega töff. Ég er eiginlega búin að ofnota hann síðan ég fékk hann!
Mesta persónulega fashion fail hjá þér?
Þau hafa nú verið nokkur. Minnir að Hagaskóli hafi nú bara verið eitt risa fail hjá mér, það kannski fylgir þeim aldri. Á tímabili gekk ég nær eingöngu í hljómsveitarbolum úr Dogma, Diesel gallabuxum, í rauða spútnikjakkanum mínum og með græna trucker derhúfu. Svo var ég stundum í rosalega litríkum fötum; grænu pilsi, bleikum bol, bleikum skóm og marglituðum sokkum sem náðu upp á læri.. öllu í einu! Ég var eins og eitthvað fáránlegt afbrigði af Regnboga Birtu, ég fæ alveg kjánahroll þegar ég rifja þetta upp.
Hvaða trend finnst þér flottast nú í vetur?
Þykkir og stórir treflar, flatbotna ökklastígvél og hlý og falleg kápa. Ég keypti allt þrennt þegar ég fór til Barcelona í haust og hef ekki séð eftir því.
Hvaða snyrtivöru kaupirðu aftur og aftur?
Ég er rosalega tilraunagjörn þegar kemur að snyrtivörum. Ég á mér enga sérstaka uppáhalds snyrtivöru sem ég kaupi aftur og aftur, nema ég elska varalitina frá MAC, rétt eins og flestar aðrar íslenskar stelpur. Í augnablikinu er það liturinn Diva sem ég fíla best.
Galdurinn að góðu útliti?
Ég er ekki í neinni stöðu til þess að predika yfir fólki með að borða hollt og hreyfa sig þar sem ég er agalaus með öllu og læt allt eftir mér. En að mínu mati er ekkert fallegra en gott sjálfstraust og þegar fólki líður vel í eigin skinni, það er engin lygi að gott útlit kemur að innan. Ef við erum að tala algjörlega um yfirborðið samt þá myndi ég segja að þegar það kemur að málningu; less is more. Það er ekki fallegt að vera þakin meiki og sólarpúðri á hverjum degi og það fer einnig illa með húðina. Ég er mjög hrifin af náttúrulegu útliti, það er ekkert eðlilegt við það að vera rosalega sólbrúnn um miðjan desembermánuð á Íslandi.
Tísku Icon sem þú heldur upp á?
Það er engin sérstök sem ég alveg dýrka og dái. Ekki svo ég muni að minnsta kosti. Nema kannski Gwen Stefani en það er bara því hún er svo svöl. Líka Skin úr Skunk Anansie, mér finnst hún endalaust töff. Ég er rosalega hrifin af strákslegum og rokkaralegum stíl.
Uppáhalds tískubloggari?
Ég er nú ekki mikið að skoða tískublogg. Það eru kannski helst krakkarnir hjá Trendnet sem ég skoða, á vinkonur þar sem eru mjög töff týpur og töluvert duglegri en ég að fara á netið og taka saman flottar myndir. Ég spara mér sporin og læt þær bara sjá um þetta.
Svo reyndar datt ég á síðuna hjá Caroline Roxy í gegnum tengil hjá þér Fanney og ég held ég hafi farið svona ár aftur í tímann hjá henni, holy hell hvað hún er flott! Við erum ekki endilega með sama stíl en hún er svo mikill töffari, ég fíla rosalega stelpur sem eru bara samkvæmar sjálfri sér og ekki að reyna að apa eftir öllum öðrum.
Fylgistu meira með götutískunni eða tískunni í stóru blöðunum eins og Vogue?
Hmm.. örugglega frekar götutískunni. Ég er reyndar rosalega lítill tískuspekúlant! Ég reyni ekki mikið að eltast við e-ð ákveðið, ég þekki ekki marga hönnuði og ætla ekkert að þykjast gera það. Oftast sé ég bara einhverja flík sem ég heillast af eða manneskju með flottan stíl og það veitir mér vissan innblástur.
Er eitthvað sem er löngu dottið úr tísku/eða fólk almennt hætt að ganga í sem þú færð ekki nóg af?
Ekkert sem mér dettur í hug í fljótu bragði, enda myndi ég ekki kippa mér mikið upp við það þannig séð. Mig langar reyndar rosalega í Buffalo skó þessa dagana, veit samt ekki af hverju því ég efast um að ég myndi vera oft í þeim.
Kaupirðu frekar ódýrt og oft eða legguru meira fjármagn í flíkurnar og ferð því sjaldnar að versla?
Ég reyni frekar að kaupa vandaðar flíkur því það borgar sig oftast alveg margfalt. Ef þú ert að kaupa traust og gott merki þá geturu verið viss um að þú sért ekki að kaupa köttinn í sekknum. Vörurnar endast betur og mér finnst ég oftast ánægðari með þær ef ég eyði smá pening. Ef flíkur eru dýrar þá neyðist maður líka til þess að hugsa kaupin vandlega, annað en þegar maður fer í H&M og kaupir fullt af fötum sem maður notar svo kannski aldrei bara því það er svo ódýrt.
Hvaðan færðu innblástur .. hugmyndir að því sem þú klæðist?
Út um allt! Það er svo mikið af fallegum hlutum allt í kringum okkur alla daga, ekki bara fatnaður.
Eitthvað að lokum? Muna bara að klæða sig eftir veðri, það er lang fallegast.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.