E-label hefur hlotið verðskuldaða athygli fyrir fallega og mjög klæðilega hönnun. Aðeins tvö ár eru síðan E-label opnaði vefverslun sína hér á landi og nú er merkið komið í stærstu og flottustu Top Shop verslun heims á Oxford Street.
Nýja línan er töff og klæðileg eins og þær fyrri enda upprennandi topp-hönnuður a bakvið hana, hann Ási eða Ásgrímur Már Friðriksson sem útskrifaðist úr LHÍ árið 2005 og fór beint í að hanna geggjuð outfit Silvíu Nótt.
Eftir að hafa skapað sér nafn sem hönnuður og stílisti lá leið hans útfyrir landsteinana þar sem hann var aðstoðarritstjóri tískublaðsins Cover ásamt því að leggja drög að línu fyrir nýtt merki E-label.
Stefna E-label er að hanna fatnað á flottar konur á öllum aldri og snið þeirra og stærðir eru hönnuð með það í huga að klæða alla, litlar og stórar konur. Enn sem komið er er allur fatnaðurinn svartur sem er að sjálfsögðu mjög íslenskt. Minn fataskápur er t.d 90% svartur. Uppistaða haust og vetrarlínunnar eru kjólar, kápur eða “cape”, víðir bolir og peysur, en ekkert af þessum flíkum eru þröngar og þau gefa manni rými til að minnka og stækka, fer allt eftir því hvað maður vefur flíkina þétt utanum sig eða herðir beltið..
Skemmtileg viðbót við hönnun fyrri ára eru sjúklega flottar leggings með pallíettum, göddum, leðri og rifnu looki og mér finnst snúna hettupeysan líka algjört æði.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.