Ef menn skyldu vera í skapi fyrir smá lúxus þá væri ekki úr vegi að panta sér Ty Warner penthouse svítuna sem er á 52 hæð á Four Seasons hótelinu í New York.
Hótelið var keypt árið 1999 af milljarðamæringnum Ty Warner, en sá eignaðist auð sinn með leikfangasölu og skuldar nú ósköpin öll af sköttum. Svo mikið að hann á yfir höfði sér fangelsisdóm í allt að fimm ár… en það er önnur saga.
Þessi hótelsvíta toppar í raun allt sem hægt er að toppa.
Hún er bókuð í um 10 daga á ári en þess á milli stendur hún tóm, það er að segja ef eigandinn er ekki að láta fara vel um sig þarna. Nóttin kostar (ekki nema) rúmlega sjö milljónir og innifalið í verðinu er meðal annars einkabílstjóri á Rolls Royce, einkaþjálfari, endalaust nudd og allur sá kavíar og kampavín sem þú getur í þig látið.
Á baðherberginu er sérinnfluttur eðalsteinn frá Kína en í rúmfötunum, sem eru jú sérstaklega spunnin úr dýrmætu tælensku silki, í þessum rúmfötum er gull. Já gull… segjum vér og skrifum!
Stressið í New York getur farið illa í marga svo eðlilega er sérstakt Zen herbergi á hæðinni. Þar er róandi foss og að sjálfssögðu sérlegt nuddherbergi #lágmark.
Lestu meira um þetta dramatíska slot hér á vef Telegraph, eða láttu þig bara svífa yfir til New York á þöndum vængjum dagdraumanna… og sjáðu þig fyrir þér þar sem þú situr með kampavínsflösku og flettir í góðri bók meðan léttklæddur elskhuginn situr silkislakur við fimm milljón króna flygilinn og spilar tunglskinssónötuna, or something.
Ef þú skyldir svo bara fara yfirum við þennan lestur, draga upp kreditkortið og símann og ákveða að sleppa þér þá bókarðu bara svítuna HÉR.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.