Í þessar framkvæmdir þarf eftirfarandi…
Vaseline og mjóan pensil.
Naglalakkaðar neglur (alveg þurrar) og plastfilmu.
Best er að byrja á því að pensla örlitlu Vaseline í kringum neglurnar – þá er ekkert mál að þrífa húðina ef eitthvað fer úrskeiðis.
Rífið bút af plastfilmu og vöðlið (jájá það er orð) saman í kúlu. Naglalakkið eina nögl í einu í öðrum lit en upphaflega er á nöglinni. Takið plastkúluna og þrýstið henni á blautt naglalakkið og kippið henni svo snöggt af. Síðan koll af kolli – ein nögl í einu.
Ekki mynda þessar framkvæmdir samt ef þú leggur í þær. Bölvuð myndavélin mín er öll í naglalakki. Þetta er skemmtilegt samt. Lofa.
Hugmyndin er fengin héðan – þarna má líka sjá ferlið skref fyrir skref í myndum.
Guðrún Veiga er mannfræðingur að mennt. Týpískt naut, kann vel að meta veraldleg gæði og þrjósk með eindæmum, fagurkeri og eyðslukló.
Naglalökk eru hennar helsti veikleiki og líkamsrækt stundar hún ekki en viðheldur brennslunni með óhóflegri kaffidrykkju.