Mér finnst yndislegt að fá mér karmellu frappuccino… Í fyrsta lagi afþví hann bragðast svo vel.
Í öðru lagi er hann kaldur og ferskur og í þriðja lagi er kaffi í honum sem vekur mig svo ég geti einbeitt mér.
Frappuccino er mjög dýrt ef maður ætlar alltaf að kaupa sér á kaffihúsi og það er mjög einfalt að búa þetta til heima.
Það sem þú þarft
- Mjólk – ég nota nýmjólk
- Kaffi – ræður hversu sterkt þú vilt fyrir þinn smekk
- Klakar
- Karmellu síróp
- Svo ræður þú hvort þú blandir við undanrennudufti og vanillusykri
- Rjómi og karmellusósa
Svo setur maður þetta allt í blandara. þú ræður hvernig þú vilt hafa hlutföllin eftir því hvað þér finnst best. Ég set til dæmis alltaf miklu meiri mjólk heldur en kaffi …
Settu mikið af klökum til að drykkkurinn verði klakaður og krönsí. Það er nóg að setja bara lítið af karmellusírópi. Svo ræður maður hvort maður setur undanrennuduft og vanillusykur, kaffihúsin gera það oftast en ég hef ekki gert það. Til að toppa útlitið getur þú sett sprauturjóma ofaná og smá karmellusósu en ég sleppi því oftast, finnst of mikið að hafa rjóman líka þótt það líti vel út.