Þennan djúsí og safaríka drykk gerði ég ‘óvart’ um daginn með því að blanda saman öllum ávöxtum sem ég átti til. Síðan þá hef ég gert hann nokkrum sinnum enda er hann dásamlega ferskur og góður…
…Það sem þú þarft í drykkinn er;
Sex meðalstórar gulrætur
Tvö græn epli
Þrjár lúkur af frosnu mangói
Tveir bollar af bláberjasafa frá Berry Company
Byrjaðu á að setja gulræturnur og eplin í safapressu (ef þú átt ekki til safapressu þá getur þú að sjálfsögðu blandað saman gulrótasafa og eplasafa úr fernu). Næst setur þú ferska safann í blandara ásamt mangóinu og Berry Company bláberjasafanum. Blandaðu öllu vel saman en drykkurinn mun eflaust verða nokkuð þykkur. Drekkist svo ííískalt!
Svo gæti verið sniðugt að bæta smá engiferbút í safapressuna fyrir smá extra ‘kikk’!
Verði þér að góóóðu!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.