Ég rakst á uppskrift af frekar spes kokteil um daginn, ég veit ekki hvort ætti að kalla hann girnilegan en hann er klárlega áhugaverður…
…Kokteillinn, sem heitir Michalada eða Mexíkóski þynnkubaninn, ætti að rífa hressilega í bragðlaukana er hann er mjög einfalt að gera.
Þú þarft
- Tómatsafa
- Ferskan lime-safa
- Salt og pipar
- Hot sauce
- Worcestershire eða Maggi sósu
- Bjór!
Skref 1 – Byrjaðu á að setja salt á glasabarminn.
Skref 2 – Fylltu glasið af ísmolum og settu skvettu af tómatsafa, lime-safa, salti, pipar og hotsauce í glasið. Næst setur þú smá Worcestershire eða Maggi sósu við! Hér duga engar mælieiningar!
Skref 3 – Fylltu upp í með bjór!
Tilbúið – fínt með leiknum!
.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.