DRYKKIR: Sexý og seiðandi sumarkokteill

DRYKKIR: Sexý og seiðandi sumarkokteill

Hvað er notarlegra en að sitja úti í sólinni með góðan drykk, góða tónlist og í góðum félagsskap? Mögulega bara ekki nokkur skapaður hlutur. Þú getur hlustað á Barry Manilove, tekið þéttan trúnó um skilnaðinn, nýja kærastann eða komandi góðæri… hvað sem er – lífið er bara alltaf betra þegar það er a) sumar og b) þú ert með góðan kokteil við hönd.

Hér er uppskrift að ljúffengum (áfengum) sumardrykk sem gaman er að útbúa fyrir kokteilboðin í sumar (eða bara þig eina ef þú ætlar að taka Sue Ellen á þetta).

1 cl romm (gott ef það er kókosromm)
6 cl ananas safi
1 cl appelsínusafi
1 cl Margarítu mix með lime bragði (fæst í Costco)

Öllu hellt saman í hristara með klökum og hellt svo í fallegt glas sem hægt er að skreyta með lime- eða appelsínusneið.

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest