Á morgun, laugardaginn 27. júlí nk. verður Druslugangan í Reykjavík farin kl. 14:00
Fyrirmynd af göngunni er Slut Walk, sem farin var fyrst í Toronto árið 2011.
Tilefni göngunnar voru umdeild ummæli lögreglustjórans í Toronto, Michael Sanguinetti, sem sagði á háskólafyrirlestri:
,,Konur þyrftu að forðast að klæða sig eins og druslur til að verða ekki fórnarlömb.”
Yfirlýst markmið göngunnar er að uppræta þá fordóma sem endurspeglast í áherslu á klæðaburði og ástandi brotaþola í umræðu um kynferðisofbeldi.
Skipuleggjendur göngunnar vilja vekja athygli á því að það eru gerendur sem bera ábyrgð á kynferðisbofbeldi, ekki þolendur.
Klæðnaður, hegðun eða fas þolenda er aldrei afsökun fyrir því að ofbeldi sé beitt.
Í fyrra gengu saman um 5.000 manns og vel tókst til. Gangan verður með saman sniði í ár, farið verður frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem ræðuhöld og tónlistaratriði verða á boðstólnum.
Pjattrófur hvetja alla til að mæta og taka þátt í þessu enda gríðarlega mikilvæg umræða sem skiptir okkur öll máli.
Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn í Svíþjóð, Suður Ameríku og víðar.
Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.