“Ladies don´t get drunk, they get tipsy..”
Útlendingar sem koma til Íslands hafa oft orð á hvað næturlífið hér sé magnað og íslenskar konur fagrar en því miður þá bregður þeim þó illilega í brún þegar þeir verða vitni að því sem á Íslandi virðist vera orðið algjörlega viðurkennd drykkjuhegðun.
Miðað við hvað íslenskar konur geta verið glæsilegar og leggja mikið í klæðnað og förðun áður en þær fara út á lífið þá er gjörsamlega óskiljanlegt að þær skuli geta litið út eins og undnar tuskur, með úfið hár, lekandi maskara og ælu í munnvikinu í lok kvölds eins og ekkert væri eðlilegra.. svo ekki sé minnst á hegðunina sem er síður til fyrirmyndar.
Papparassar keppast um að ná stjörnum í þeirra versta ástandi svo almenningur geti hneykslast á þeim í fjölmiðlum en þessar myndir gætu allt eins verið af annarri hverri stelpu á djamminu á Íslandi. Hvað veldur þessarri óhóflegu drykkju sem tíðkast hjá báðum kynjum hér á landi hef ég aldrei skilið en ég vona bara innilega að þessu fari að linna og að við lærum að drekka í hófi.
Reynum að vera dömur, allt til enda kvöldsins 😉
Góða helgi!
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.