Þeim Kate og Villhjálmi prins fæddist stór og stæðilegur drengur um klukkan 16:24 að staðartíma í dag.
Bæði móður og barni heilsast vel en þau munu dvelja í nokkra daga á Saint Mary’s sjúkrahúsinu í Paddington, London.
Staðfesting á fæðingunni var þó seinkað um nokkra tíma, en fregnirnar bárust nú fyrir um tveim tímum síðan. Var það gert til þess að litla fjölskyldan fengi örlítinn tíma saman í einrúmi áður en restin af heiminum, sem stóð á öndinni, fengi að heyra gleðitíðindin.
Mikil fagnaróp brutust út fyrir utan Windsor höll þegar tilkynningin barst en margmenni hafði safnast þar fyrir utan til að bíða eftir fregnum af fæðingunni.
Drengurinn, sem enn hefur ekki fengið nafn, er 15 merkur eða um 3,8 kg.
Fæðingin gekk vel og stóð í um 1 klukkustundir. Kate gekk viku fram yfir tímann og fyrir utan erfiða byrjun á meðgöngunni hefur hún síðan verið hraust og liðið vel.
Breska konungsfjölskyldan er sögð vera í skýjunum og fagna ákaft komu drengsins í heiminn. Þau er ekki ein um að samgleðjast hjónunum ungu því breska þjóðin hefur beðið eftir fæðingunni með mikilli eftirvæntingu enda er áhuginn fyrir lífi hjónanna gríðarlegur.
Nú tekur við fæðingarorlof hjá litlu fjölskyldunni og óskum við Pjattrófur þeim innilega til hamingju með litla prinsinn.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.