Ég held að flestar pjattrófur kannist við það að kaupa allavega eina til tvær snyrtivörur aftur og aftur, ár eftir ár.
Dream Fresh, BB krem frá Maybelline, er ein af þeim fáu snyrtivörum sem ég held mig við en ég hef einmitt áður mælt með kreminu, sjá hér.
Dream Fresh BB er litað dagkrem sem er einskonar blanda af farða og rakakremi. Kremið gefur einstaklega fallega áferð; nærir húðina svo að hún ljómar og verður silkimjúk.
Kremið stuðlar sem sagt að náttúrulegum ljóma, ýtir undir þinn náttúrulega húðlit, inniheldur sólarvörn SPF30, gefur góðan raka yfir daginn, dregur úr ójöfnum hörundslit, veitir slétta og mjúka áferð, heldur húðinni feskri og er olíulaust
Þá er einnig hægt að fá aðra týpu af BB kremi frá Maybelline, Dream Pure, sem þú getur lesið þér til um hér. Það krem er sérstaklega ætlað feitri húð. Ef þú ert með húðvandamál eins og bólur og fílapensla ættir þú að athuga með Dream Pure BB.
Dream Fresh má nota með eða án rakakrems. Ég mæli hins vegar með því að sleppa rakakremi ef þú ert með feita eða blandaða húð.
Dream Fresh BB er í algjöru uppáhaldi hjá mér vegna þess að a) virkni þess er góð og b) það er á viðráðanlegu verði.
Lestu einnig um 4 leiðir til að kalla fram frísklegt útlit.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.