Ég rakst fyrst á verk Linn Olofsdotter i sænska tískublaðinu Bon og heillaðist gjörsamlega.
Þessi sænska listakona fær innblástur á ferðalögum sínum um heiminn og frá tísku og hönnun og tekst að skapa ofboðslega fallegar draumkenndar myndir.
Hér er smá sýnishorn af verkum hennar og hægt er að sjá meira á www.olofsdotter.com
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.