Við getum ekki alltaf stjórnað því sem lífið færir okkur í fang en við getum stjórnað hvernig við bregðumst við.
Streita og andlegt álag er að sumra mati eðlilegt í nútíma þjóðfélagi, en samspil huga og líkama undir álagi getur orsakað bólgur og jafnvel sjúkdóma. Oft verður þetta ástand að vítahring sem við upplifum árum saman og erum jafnvel ekki meðvituð um.
Dagana 14. – 15. mars heldur mannfræðingurinn og sálfræðingurinn Dr. Kamini Desai fyrirlestra og stýrir vinnuhópum fyrir fólk sem vill öðlast andlegt og líkamlegt jafnvægi og ná stjórn á eigin tilvist.
Dr. Kamini starfar hjá Amrit Yoga Institute í Florida en heldur námskeið um allan heim þar sem hún sameinar austræn og vestræn fræði, heimspeki, sálfræði og almenn lífsvísindi. Kamini segir efnivið námskeiðsins vera einskonar jafnvægislist lífsins.
“Við látum oft stjórnast af utanaðkomandi áhrifum þegar við leitum hamingjunnar. Hamingjan felst ekki í að eignast eitthvað eða upplifa, enda værum við þá háð síbreytilegum aðstæðum. Hamingjuna er að finna í okkur sjálfum og þess vegna verðum við að búa rétt í haginn fyrir okkur sjálf, setja sál okkar og líkama í rétt samhengi, og njóta lífsins lifandi.”
Í fréttatilkynningu segir að þátttakendur á námskeiðum Kamini sé fólk á öllum aldri og úr öllum stéttum þjóðfélagsins en að aðferðir hennar hafi verið fólki um allan heim bæði hvatning og tilefni til að umbreyta sínu lífi til hins betra.
Skráning og nánari upplýsingar er að finna á vefnum RopeYogaSetrid.is.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.