Dökkir varalitir hafa alltaf heillað mig. Þeir skerpa varnirnar og gefa andlitinu ákveðið og karakterslegt yfirbragð sem er afar eftirtektarvert.
Fyrir stuttu fékk ég í hendurnar sumarvörulínu Yves Saint Laurent 2013 sem samanstendur af fallegum vörum sem innblásnar eru af sólsetri í fjarlægum eyðimörkum.
Þar á meðal er gullfallegur dökkur varalitur, burgundy litaður með gullnum undirtónum. Hann er silkimjúkur og smitar ekki en það getur verið verið áhættuþáttur þegar notaðir eru dökkir varalitir.
Dásamlegur litur sem ég hef notað bæði á daginn með lágstemmdri förðun, sem og á kvöldin við dekkri augu.
Líkt og margar var ég smeik við að ganga með svo dökka varaliti, sérstaklega á daginn. Þar að auki festist ég í klisjum eins og að ég væri með of ljósa húð eða þunnar varir og gæti því ekki borið dökka varaliti. Í raun eru dökkir varalitir jafn auðveldir í notkun og þeir sem eru ljósari, það krefst ekki mikillar vinnu að líta glæsilega út með þá.
Dökki varaliturinn minn frá uppáhaldinu YSL setur svo skemmtilegan blæ á heildarútlitið og tekur förðunin upp á næsta stig.
Það er því tilvalið fyrir þær sem mála sig lítið og eru tímabundar að eiga a.m.k. einn góðan dökkan varalit til að grípa til á ögurstundu.
Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn í Svíþjóð, Suður Ameríku og víðar.
Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.