Ég held að það sé ekki til sá Hollywood selebb sem ég hef verið jafn spennt fyrir og hún Britney mín Spears. Það má í raun segja að það sé samt frekar sorglegt einfaldlega vegna þess að áhugi okkar á einkalífi hennar varð það sem rændi hana endanlega geðheilsunni á sínum tíma. Alveg eins og Amy Winehouse og marga, marga fleiri sem hafa þurft að takast á við ókosti frægðarinnar. Í raun skil ég ekki hvers vegna fólki þykir frægð svona eftirsóknarvert fyrirbæri. Bæði er hún fallvölt og svo eru ókostir hennar og fórnirnar ekkert færri en kostirnir.
Erfið æska og bipolar í botni
Hvað hana elsku bestu Britney varðar þá eru allskonar flókin vandamál sem hafa hrjáð hana í gegn um árin og tekið sinn toll af hennar andlegu heilsu. Líklegast er mest hægt að rekja til erfiðrar æsku. Þau bjuggu í hjólhýsi til að byrja með, pabbinn alki og mikið um rifrildi og slagsmál en svo er hún líka með Bipolar greiningu líkt og ótal aðrir listamenn (Demi Lovato, Kanye West, Russel Brand, Jean-Claude Van Damme og Catherine Zeta-Jones t.d.). Leggjum þetta allt í eitt púkk og þá er kannski bara magnað að Britney sé enn á lífi og alltaf jafn sæt og skemmtileg. Klikkuð, sæt og skemmtileg.
Þegar hún fór yfirum í beinni útsendingu á netinu
Eitt af því klikkaðasta og ömurlegasta sem ég hef séð í fjölmiðlum var tímabilið þegar Britney fór yfir um í beinni árið 2008. Hún rakaði af sér hárið, lokaði sig inni á baðherbergi með son sinn í marga tíma og endaði síðan á geðdeild í tvær vikur án þess að hafa neitt um það að segja. Hennar vegna hætti ég að smella í góðan tíma.
Eftir þetta var hún svipt forræðinu yfir sjálfri sér og nú er það pabbi hennar og lögfræðingur fjölskyldunnar sem sjá um hennar mál. Pabbinn passar meira að segja upp á hverja krónu, alveg niður í það sem hún eyðir þegar hún býður strákunum sínum í skemmtigarða. Og strákarnir vanda afa sínum ekki kveðjurnar.
Fyrir nokkrum vikum sagði 13. ára sonur Britney að hann væri algjört „dick“ sem mætti gjarna hrökkva uppaf sem fyrst en þetta reyndist þvílíkur skandall að krakkinn var látinn loka reikningum sínum. Hann tjáði sig líka um það að nú væri mamma hans líklegast bara hætt að semja tónlist, hann hefði að minnsta kosti ekki séð hana gera mikið af því og hún hefði sagt að hún væri kannski bara hætt því.
Eltu hana á Instagram…
Það skiptir kannski ekki miklu máli hvað blessaður unglingurinn sagði og hvort Britney hættir að gefa út tónlist því hún verður eflaust í ágætum peningamálum það sem eftir er, svo lengi sem pabbi hennar gerir ekki einhverjar gloríur.
Í videoinu hér að ofan má sjá hvernig daman býr núna og svo finnst mér mjög gaman að fylgjast með henni á IG. Mæli með því. Hún er aðeins of mikið krútt stundum, með stórkostlega fyndna statusa, selfís sem eru ALLAR teknar frá sama vinkli (ofanfrá) og vídeó og kærasta sem er ekkert sérstaklega ljótur. Ekkert rosalega.
Endilega skildu eftir komment hér fyrir neðan ef þú vilt deila ástríðu þinni á Britney með mér. Það þarf að ræða þetta aðeins! Hefur þú áhyggjur af henni?
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.