Asos er bresk netverslun með flottar vörur og þau eru komin með nýja línu sem kallast 5.16
Ég fann því miður ekkert um hönnuðina á netinu en línan minnir á margt sem ég og mínar vinkonur klæddumst á skemmtistöðum Casablanca & Tunglinu fyrir ca. 20 árum.
Þá tíðkaðist nefninlega kæru vinir- að djamma í töff brjóstahöldurum (móðir mín hélt ég hefði gleymt að klæða mig), stuttum jökkum með stórum axlapúðum og gervileðurbuxum. Og í þessu dansaði maður við góða tónlist Candi Station, Chaka Khan og Seal.
Er alveg að fíla leggings buxurnar og jakkann… Hefði ekki slegið hendinni á móti haldaranum heldur, ekki amalegt hjá ASOS.
…getur séð meira hér.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.