Fyrr á árinu var stofnuð grúppa á samskiptavefnum Facebook sem heitir Stelpusnúðar Íslands. Grúppan var stofnuð í þeim tilgangi að konur í plötusnúðabransanum gætu miðlað reynslu sinni og stutt hvor aðra.
Þessi flotti hópur ætlar sér stóra hluti í vetur og á komandi misserum. Þær snéru bökum saman og ákváðu að starta einhverri snilld í krafti fjöldans.
Nú þegar eru þær byrjaðar að halda vikuleg kvöld á miðvikudagskvöldum á skemmtistaðnum Boston. Kvöldin kallast “Affair at Boston” og þær hafa deilt kvöldunum á hvor aðra út veturinn.
Allar eiga konurnar það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á tónlist.
Stelpusnúðar Íslands eru mun fleiri en margir gera sér grein fyrir, konur sem hafa starfað mislengi við plötusnúðastörf bæði hérlendis og erlendis. Sumar hafa allt að 10-15 ára reynslu af vinnu sem plötusnúðar og fagna nýjum konum inn í þennan frábæra heim af skemmtun og dansi.
Stelpusnúðarnir eru að vekja athygli á sér í þeim tilgangi að eyða þeirri ímynd um að skífuþeytingar séu einungis karlabransi.
Þessar flottu konur eru mismunandi eins og þær eru margar og flestar með mismunandi tónlistarstefnur á kvöldunum sínum, þær gera sitt allar á sinn einstaka hátt.
Þær spila allt frá R&B, hip-hop, popp, dans og housetónlist.
Í kvöld standa þær fyrir stórum tónlistarviðburði á skemmtistaðnum Húrra. Þar munu koma fram 11. plötusnúðar á sama kvöldinu en þetta er í fyrsta sinn sem svona margar konur koma saman og þeyta skífum hér á landi. Kvöldið er sett upp með þeim hætti að hver og ein fær ákveðin tíma í búrinu til að spila sitt Dj-sett sem gefur þeim tækifæri á að hlusta allar hvor á aðra á sama kvöldinu.
Þetta gerist afar sjaldan því vanalega eru þær að spila á sitthvorum stöðunum og geta ekki sótt kvöldin hjá hvor annari. Hópurinn er líka væntanlegur í útvarp frá með næsta fimmtudegi, þær sem munu vera í beinni útsendingu öll fimmtudagskvöld milli 21:00-23:00 á útvarpsstöðinni Flass- Extra.
Þær dömur sem koma fram á Húrra á föstudaginn eru:
DJ Yamaho, DJ Anna Brá, LoveKAtz, DJ Sura, DJ Anna Rakel, Sunna Ben, Julia Ruslanova, DJ Disorder, Vibrant K, DJ DE LA RÓSA og Kanilsnældur A.K.A Lovísa Arnardóttir og Sigrún Skaftadóttir.
Ég mæli eindregið með því að kíkja á Húrra í kvöld, föstudaginn 10 október, hlusta á þennan flotta hóp af plötusnúðum og njóta þess að heyra allskonar mismunandi tónlistarstefnur á sama kvöldinu.
Kvöldið hefts kl: 22:00 og aðgangeyrir er eingungis 1000kr. og gegn framvísun miða/stimpil færðu drykk á barnum í staðinn Jibbí!
Húrra fyrir því !
Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.