Ég rakst á þetta snilldar ljósakrónu DIY verkefni þar sem einfaldri Ikea ljósakrónu var breytt í flotta og einstaka ljósakrónu…
…Konan sem að tók sig til og breytti Ikea ljósakrónunni hafði látið sig dreyma um þessa ljósakrónu í einhvern tíma en hún var víst of dýr, þannig að hún einfaldlega fann sé ódýra leið til að búa til sína eigin krónu innblásna af þeirri dýru.
Það sem að hún byrjaði á að gera var að kaupa þessa ljósakrónu í Ikea og svona litlar plast skálar ásamt gull málningu og lími.
Smellið svo á myndirnar fyrir neðan til að sjá skref fyrir skref hvað hún gerði og hvernig lokaútkoman varð. Sniðug konan að redda sér.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.