Edik er til allra hluta nytsamlegt og í raun hið mesta þarfaþing inni á heimilinu.
Í dag notaði ég t.d. edik til að búa mér til mýkingarefni. Edik, hárnæringu og vatn. Það er ekki flóknara.
Þú finnur þér annaðhvort einhverja hárnæringu heima eða kaupir eina með virkilega góðri lykt. Blandar þessu í eftirfarandi hlutföllum (má alveg helminga eða meira) og notar svo eins og vanalega sem mýkingarefni.
Hér er aðferðin:
- 6 bollar af vatni (eða 3)
- 3 bollar borðedik (eða 1 1/2)
- 2 bollar hárnæring (eða einn)
Blandið vatni, ediki og hárnæringu í góðu íláti. Hrærið en ekki hrista því þá freyðir.
Notaðu á sama hátt og vanalega.
Það skemmtilega við þetta er að þú getur t.d. valið þér vanillu, kókos, berja… næstum því hvaða lykt sem er, til að gera rúmfötin vel lyktandi og mjúk…
og svo er sniðugt að nota t.d afgang af næringu í þetta því þá spararu þér peningana sem færu í að kaupa nýja 😉
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.