Það getur verið ótrúlega auðvelt að búa til sína eigin farðahreinsa, þá veist þú nákvæmlega hvaða efni eru í þeim og getur haldið þeim eins náttúrulegum og þú vilt!
Ég ætla að deila hérna tveimur hugmyndium sem mér finnst ótrúlega sniðugar.
Kókosolía
Hægt er að nota kókosolíuna í hina ótrúlegustu hluti! Þar á meðal til að þrífa af sér málninguna.
Það er best að nota bómul og bleyta hann með volgu vatni, setja síðan smá bút af kókosolíu á bómulinn og nota til að hreinsa andlitið.
Þá ertu í rauninni búin að búa til svona tvískiptan andlitshreinsi, sem er bæði með vatni og olíu. Þú endar með silkimjúkt og hreint andlit!
Baby Johnson vörur
Þessi aðferð er aðeins flóknari en samt sem áður einföld.
Þú býrð til meira magn í einu sem dugar þér lengur en það sem þú þarft er :
- krukka
- bómullarpakki
- 1 ½ bolli af vatni
- 2 teskeiðar af mildu barnasjampói
- ¼ teskeið af baby oil
Þú byrjar á að blanda saman vatni, sjampói og olíu í skál, setur það síðan í krukku – það er nóg að mixtúran fylli botninn á krukkunni. Síðan er bómullinn settur ofan í, best er að byrja á að setja 10 stk af bómull í botnin og leyfa þeim að draga í sig en bæta svo fleirum við eftir smá stund.
Síðan er hægt að skreyta krukkuna með borða og fleira dúlleríi eins og sjá má á myndinni hér að ofan.
Þetta er auðvelt og fljótlegt! Gott að taka sér smá pásu frá því að þurfa alltaf að kaupa sér hreinsi.
Svanhildur Guðrún sporðdreki sem fæddist árið 1993, sama ár og Spice Girls urðu til. Hún er förðunarfræðingur, útskrifuð úr Reykjavik Makeup School með næst hæstu einkunn úr sínum bekk. Svanhildur hefur óþrjótandi áhuga á förðun og öllu sem henni við kemur, en líka á heilsu, hreyfingu, útivist og Friends. “Friends þáttur á dag kemur skapinu í lag,” er hennar mottó > facebook.com/svanhildurmakeup