Ef þú ert að leita þér að góðum og fallegum sokkabuxum þá eru DIM sokkabuxurnar eitthvað sem þú ættir að prófa næst.
Ég hef leitað mér að góðum sokkabuxum mjög lengi, ég vil að þær séu sterkar, fallegar og haldist vel uppi án þess að þær þrengi of mikið í magann.
Ég get verið algjör sokkabuxnaböðull og því eru sokkabuxur oftast einnota hjá mér. Það er hinsvegar alveg hrikalegt að borga hátt í 4000 kr fyrir vöru sem er notuð einu sinni.
Ég ákvað því að prófa um daginn sokkabuxur frá merkinu DIM sem heita Diam’s og í fyrsta skipti er ég mjög ánægð með sokkabuxur!
Ég valdi mér svartar 45 den, þær fást líka í 25 den en mér fannst 45 den passa betur við kjólinn minn.
Það fyrsta sem ég tók eftir var hvað þær voru fallegar og mjúkar. Þær voru úr ótrúlega sterku efni og ég var ekkert stressuð um að gera lykkjufall þegar ég var í þeim, ótrúlegt en satt! Þær héldust vel uppi án þess að þrengja of mikið í magann. Alveg fullkomnar.
Ef þú ert að leita þér að góðum og fallegum sokkabuxum þá mæli ég með að þú prófir DIM, þær fást meðal annars í Lyfju á mjög góðu verði.
Linda fæddist þann 23. október árið 1988. Í dag er hún mamma í sambúð og með geysilegan áhuga á innanhúshönnun en áhuginn vaknaði þegar hún keypti fokhelt hús árið 2013. Verandi lífefnafræðingur hefur Linda líka mikinn áhuga á snyrtivörum og virkni þeirra. Linda er líka mikill bakari en hún bakar til að fá útrás fyrir sköpunargleðina og nýtur þess að taka fallegar myndir af afrakstrinum. Allar myndir í matarbloggfærslum eru því teknar af Lindu sjálfri og þú getur lesið meira af efni frá henni bæði hér undir notendanafninu og á mondlur.com