Hin íðilfagra leikkona Diane Kruger fer létt með frönskuna sem kemur sér eflaust vel því þessi fallega kona hefur verið valin nýtt andlit fyrir Chanel snyrtivörur.
Hér talar hún um upplifun sína af fegurð og segir meðal annars að maður verði að vinna sér inn fegurðina, hún sé ekki á yfirborðinu heldur snúist meðal annars um fágun og kúltúr og því höfði merkið, eða Chanel konan, sterklega til hennar.
Hún hefur lengi vel verið mikill innblástur fyrir Karl Lagerfeld, aðal hönnuð Chanel, svo það kemur ekki mikið á óvart að hún hafi verðið fengin til að vera andlit merkisins.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=g1qWSvtTKfQ[/youtube]
HÉR má svo fylgjast með framvindu mála en næsta myndband birtist eftir helgina.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.