Ég get ekki talið það hversu oft ég hef séð fyrri myndina. Fyrir mér er sú mynd, myndin sem ég skelli á ef eg er hrikalega þreytt eftir langar helgar eða jafnvel lasin.
Litla yndislega krúttið hún Agnes nær alltaf að koma mér í gott skap og frábæri mislyndi Mr. Gru gerir slíkt hið sama.. Og vá litlu gulu hjálparhellurnar! Ég dey þeir eru svo fyndnir þessir gulu kallar 🙂
Ég verð að viðurkenna að ég er oft skeptísk á myndir númer 2. Hugsa oft með mér að það sé verið að reyna mjólka eitthvað sem gekk upp og verið að kreista aðeins meira útúr því sem komið var.
En í þessari æðislegu mynd er alls ekki verið að kreista neitt!
Hér er sjáum við skemmtilegu karakterana aftur á tjaldinu með frábærri viðbót. Hún er flott framhald af fyrri myndinni og alveg jafn fyndin, krúttleg og hrikalega skemmtileg.
Einhleypu mömmurnar æstar í Mr. Gru!
Í byrjun myndarinnar er Mr.Gru hættur allri ofurhetju og vondukalla dóti og reynir að einbeita sér að sultugerð í risa stóru rannsóknarstofunni sinni með fullt af gulum köllum í vinnu eins og áður.
Mr. Gru er orðinn einn af vinsælustu pöbbunum í hverfinu og það er linnulaust verið að reyna koma honum á deit með einhleypu mömmunum en Mr. Gru sýnir því engann áhuga. Hann vil bara fá að vera í friði með skemmtilegu stelpunum sínum.
Heimurinn þarfnast hans!
Ekki líður að löngu þar til leynileg samtök þurfa nauðsynlega á hjálp Mr. Gru að halda og senda til hans útsendaran Lucy sem á að fá hann til að koma á fund með leynisamtökunum.
Mr. Gru fer enn og aftur á fulla ferð að reyna bjarga heiminum og stelpurnar hans veita honum hjálparhönd. Samstarfsfélagi Mr. Gru, hún Lucy úr leynisamtökunum, er frábær nýr karakter sem smellpassar inní þessa litríku og fallegu veröld sem búið er að skapa í þessum yndislegu myndum.
3D Animation eins og hún gerist best
Despicable Me myndirnar eru meistaraverk þegar kemur að 3D animation vinnu og vinnan sem liggur á bakvið svona myndir er gífurleg og hreint ótrúleg. Ekki nóg með það þá eru líka stórstjörnur eins og Steve Carell (The Office), Kirste Wiig (Bridemaids)ásamt fleirum sem tala fyrir þessa karektera.
Það er ekki annað hægt en að ganga glöð útaf svona litríkum myndum. Ég næ allavega að ‘sóna’ algjörlega út og gleyma mér yfir þeim, þær eru alveg jafn mikið fyrir fullorðna eins og þær eru fyrir börn.
Gaman að segja frá því líka að það er hinn fáránlega flotti Pharell Williams sem semur alla tónlistina fyrir báðar myndirnar og gerir einnig hljóðeffecta .
- Leikstjórn: Pierre Coffin, Chris Renaud.
- Aðalleikarar/raddir: Steve Carell, Kirste Wiig, Benjamin Bratt, Miranda Cosgrove, Russell Brand.
- IMDB.com gefur myndinni 7,7 í einkunn og ég sjálf gef henni 10 Önnu Brár!
Hér má sjá trailerinn fyrir nýju “Despicable me 2” myndina með smá spjalli frá Steve Carell.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=QTwmWuokqwA[/youtube]
Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.