Reykjavik
18 Mar, Monday
5° C
TOP

28. desember: Byrjaðu að breyta því sem þú getur

Á hverjum morgni í desember kl 7:20 heilsum við lesendum okkar með litlum örhugvekjum um lífið og tilveruna. Samskipti við annað fólk og okkur sjálf. Molar sem taka innan við mínútu að lesa en skilja mikið eftir sig. Byrjaðu í dag að elska… og lesa jóladagatal Pjatt.is. Settu þér svo smátt og smátt markmið um betra hugarfar á nýja árinu sem er nú handan við hornið.

Einbeittu þér að því sem þú getur raunverulega haft bein áhrif á og breytt. Þú getur ekki breytt öllu en þú getur sannarlega breytt einhverju.

Að eyða tíma þínum, hæfileikum og tilfinningalegri orku í hluti sem þú hefur enga stjórn á er uppskriftin að ergelsi, þunglyndi, pirring og stöðnun.

Settu orkuna í hluti sem þú getur breytt og haft áhrif á. Það er svo ótrúlega margt. Gerðu eitthvað í þessu núna strax.

Breyttu því sem þú getur breytt.

30+ stelpur & stelpustrákar, kyntröll, konur og kettlingar. Fjölbreytileiki, fegurð, gleði og góður fílíngur. Settu okkur í bookmark, eltu okkur á ÖLLUM samfélagsmiðlunum og líf þitt verður strax skemmtilegra! - Ef ekki, þá færðu endurgreitt! ATH: Snappið okkar heitir Pjattsnapp ATH: Sendu okkur póst á pjatt at pjatt punktur is