Óskarsverðlaunahafinn Denzel Washington segir móður sína hafa bjargað sér frá afbrotaferli og ógæfulífi.
Denzel, sem leikur aðalhlutverkið í nýjustu stórmynd Baltasars Kormáks 2 Guns, sagði að ef móðir hans og kennarar hefðu ekki gripið inn í og leiðbeint honum á beinu brautina hefði hann að öllum líkindum endað í fangelsi og ekki upplifað það farsæla líf sem hann hefur lifað.
Þeir félagar sem leikarinn umgekkst á sínum yngri árum áttu allir eftir að sitja í fangelsi síðar meir fyrir hin ýmsu afbrot en einn þeirra lést fyrir aldur fram af eiturlyfjaneyslu. Það kemur því ekki á óvart að Denzel sé afar þakklátur móður sinni og kennurum sem í sameiningu hvöttu leikarann til að mennta sig og láta eitthvað verða úr sér.
Það var þó ekki fyrr en á miðjum þrítugsaldri sem Denzel ákvað að feta leiklistarbrautina. Í fyrstu var hann fullur efasemda útaf því hve óreglulegar tekjurnar eru og misjöfn tækifæri í bransanum fyrir leikara. Hann ákvað því að auka líkurnar á velgengni með því að mennta sig í leiklist og þannig eiga meiri möguleika á að geta tekið drauminn alla leið.
Denzel telur að ástæðan fyrir því að svo margir leikarar í Hollywood eigi erfitt uppdráttar sé vegna þess að svo fáir þeirra séu menntaðir í leiklist og skorti því allan grunn til að byggja vinnu sína á. Það var því guðsgjöf fyrir Denzel að eiga svo umhyggjusama móðir sem gerði allt sem hún gat til að koma honum til manns, annars væri hann líklegast ekki farsæll og margverðlaunaður Hollywood-leikari í dag.
Jafnvel bara núverandi eða fyrrum fangi og/eða í eiturlyfjum.
Góðar mömmur eru gulls ígildi.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.