Vá! Ég hélt að ég myndi aldrei íhuga að taka “Denim on denim” trendið í mál, en núna er ég aðeins að skoða það, hef samt rekist á fleiri slæmar niðurstöður en góðar.
Það sem ég kalla “denim on denim” er sem sagt bara gallaflík með annari gallaflík, til dæmis gallabuxur og gallaskyrta saman í einu dressi. Hljómar steikt. En þetta trend hefur verið áberandi og maður er að sjá þetta út um allt, bæði á tískupöllum og í götutísku…meira að segja á frægum trendsettuerum eins og Alexu Chung.
Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að þetta trend getur alveg virkað en mér finnst það ganga upp ef að gallaefnin eru mjög ólík, eins og dökkar gallabuxur og ljós gallaskyrta.
Ef að efnin eru of svipuð þá minnir þetta aðeins of mikið á Justin Timberlake og Britney Spears back in the days.
Ég er algjörlega á báðum áttum, en þetta var allavega flott á tískupalli hjá Chloé.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.